Slökkvi­liðið á höfuð­borg­ar­­svæðinu var kallað út í laust fyrir klukkan eitt í dag vegna þó nokk­urs vatns­leka í gamla Kirkju­hús­inu við Lauga­veg 31.

Bernódus Sveins­son, að­stoðar­varð­stjóri hjá slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins segir í sam­tali við Frétta­blaðið að lögn við hita­blásara á fyrstu hæð hússins hafi gefið sig.
„Það var búið að leka vatn í ein­hvern tíma en það var nokkuð mikið vatn upp­safnað í kjallara hússins. Þetta er ekkert ó­venju­legt við það að lagnir gefi sig í gömlum húsum."

Hann segir að alltaf sé eitt­hvað tjón af slíkum vatns­lekum en það sé ekki al­tjón í húsinu.
„Þegar við komum á staðinn fórum við í að reyna að loka fyrir lekann og dældum vatni upp eins og við gátum og þetta gekk á­gæt­lega", segir Sölvi að lokum.

Kirkju­­mála­­sjóður seldið húsið í októ­ber á síðasta ári en áður hýsti það starf­­semi Þjóð­kirkj­unn­ar-Bisk­ups­­stofu í tæpa þrjá ára­tugi. Valdimar Kr. Hannes­son keypti húsið á­samt fjöl­skyldu sinni, en enginn rekstur er á fyrstu hæð hússins eins og er.