Slökkvi­liðið á Akur­eyri fékk til­kynningu í nótt um elds­voða í í­búðar­húsi í Sand­gerðis­bót á Akur­eyri í nótt. Tveir voru í íbúð á annarri hæð hússins en voru komnir út þegar slökkvi­lið bar að garði. Eldurinn kom upp á jarð­hæð og var um tölu­verðan eld að ræða.Mbl.is greindi fyrst frá.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Jónas Baldur Halls­son, varð­stjóri slökkvi­liðsins, að eldurinn hafi verið tölu­verður. Slökkvi­liðið var kallað út um hálf­tvö­leytið í nótt en mikill reykur var kominn inn í í­búðina á efri hæðinni.

Jónas segir eldinn hafa verið kominn inn í veggi hússins og það hafi verið þó nokkuð verk að ráða niður­lögum hans. Slökkvi­liðið hafi unnið sig frá þriðju hæð hússins og dælt vatni þar niður. Slökkvi­störf hafi klárast um hálf fimm­leytið. Í­búðin þar sem eldurinn kom upp er gjör­ó­nýt.

Slökkvi­lið hefur nú af­hent lög­reglu vett­vanginn til rann­sóknar. Ekki er ljóst að svo stöddu hvernig eldurinn kom upp en um er að ræða hús frá árinu 1898.