Þór­ólfur Guðna­son segir að tölur smita gær­dagsins, tíu, skuli túlkaðar með var­úð. Hann segist þó á­nægður með að tölurnar rjúki ekki upp í loftið, að því er hann segir í sam­tali við mbl.is.

Líkt og fram hefur komið greindust 10 í gær. 21 greindust í fyrra­dag og hafa sótt­varnar­yfir­völd lýst yfir á­hyggjum af því að far­aldurinn virðist vera í vexti á ný.

Þór­ólfur segir mikil­vægt að skoða tölur dagsins í stærra sam­hengi. Það sé þó já­kvætt að átta af tíu smitum hafi verið í sótt­kví.

Þá stað­festir hann að hann hafi enn ekki skilað nýju minnis­blaði með til­lögum um nýjar sótt­varnar­reglur til ráð­herrans. Nú­verandi fyrir­komu­lag rennur út á mið­viku­dag. Hann úti­lokar ekki að það verði í dag en á ekki von á því. Enn sé verið að fara yfir stöðuna.

Þór­ólfur segir ljóst að fara verði hægt í allar til­slakanir. Staðan sé við­kvæm eins og stendur. Hann segir þó að ekki sé mikið rúm til að fara í hertari að­gerðir, eins og til að mynda þrengri fjölda­tak­markanir.