Tolli Morthens lista­maður og fé­lagar hans sem reyndu að klífa tind fjallsins Acon­­cagua í dag varð ekki erindi sem erfiði vegna slæmra veður­skil­yrða. Fjallið er það hæsta utan Asíu og það hæsta í Ameríku, rétt tæpir sjö þúsund metrar að hæð en það er í Argentínu, skammt frá landa­mærunum að Chile.

Tals­maður leið­angursins stað­festi við mbl.is að hætt hefði verið við at­löguna að tindi fjallsins.

Tolli, Arnar Hauks­­son og leið­­sögu­­maður þeirra Sebastian Garcia lögðu af stað úr grunn­búðum fjallsins á föstu­­dags­morgun að staðar­­tíma. Sam­kvæmt ferða­á­ætlun var stefnt á að vera á tindinum á sunnu­dag en það tókst ekki. Hópurinn var kominn úr grunn­búðum fjallsins, í um 4.300 metra hæð, í þær þriðju sem eru í 5.050 metra hæð er veður fór mjög versnandi.

Arnar og Sebastian gengu í búðir tvö, í 5.550 metra hæð, til að at­huga á­standið en Tolli beið í þeim þriðju. Arnar og Sebastian á­kváðu að snúa við og héldu þre­menningarnir síðan aftur í grunn­búðirnar.

Leiðin á tind Acon­cagua.
Mynd/INKA expediciones

Ekki er út­lit fyrir að tindinum verði náð á morgun en þeir ætla að gera aðra at­lögu er veðrið batnar.

Til­gangur fjall­göngunnar er að vekja at­hygli á starf­semi Bata­húss og safna á­heitum en það er ein­stak­lings­miðað bata­úr­ræði við enda af­plánunar þar sem ein­stak­lingum stendur til boða heimilis­að­staða til allt að tveggja ára eða til skemmri tíma. Þeir Tolli og Arnar eru í stjórn Bata­húss.

„Þetta verður fyrir mig, mikil bata og sáttar ganga, en við til­­einkum gönguna Bata­húsinu og þá er meiningin að safna pening með á­heitum í Sollu-sjóðinn sem styður við starf­­semi hússins“, sagði Tolli á Face­­book fyrir skömmu. „Fyrir utan ýmsa eðli­­lega fyrir­­vara á svona fjall­­göngu þá er ó­­vissan gríðar­­leg með það hvert Co­vid far­aldurinn fer með þetta. Falla flug niður, lokast landa­­mæri eða veikjast menn í búðum á fjallinu og fleira í þeim dúr. Við eru stað­ráðnir í að leggja inn fyrir góðu ári.“

Frá grunn­búðum Acon­cagua.
Fréttablaðið/EPA

Sollu­­sjóður var stofnaður af Bata góð­­gerðar­­fé­lagi og er hlut­­verk hans að styrkja skjól­­stæðinga Bata­húss með fjár­hags­­legum hætti til þess meðal annars að sækja sér sér­­­fræði­að­­stoð hjá til að mynda sál­­fræðingum, fíkni­­fræðingum og öðrum fag­­aðilum. Jafn­­framt styrkir Sollu­­sjóður nám, nám­­skeið, ýmiss konar fræðslu og tann­­lækna­­kostnað svo eitt­hvað sé nefnt.

Sollu­­sjóður er sjálf­­stæður sjóður og eru stjórnar­­menn þrír talsins sem taka á­­kvörðun um styrk­veitingar. Frekari upp­­­lýsingar um fé­lagið má finna á heima­­síðunni www.batahus.is.

Óski styrk­veit­endur eftir frekari upp­­­lýsingum er hægt að senda fyrir­­­spurn á bati@batahus.is.

Kenni­tala fé­lagsins er 630921-1390.

Reiknings­­númerið er 0537-26-7487.