Tolli Morthens listamaður, ætlar ekki að reyna að ná upp á topp tindsins Aconcagua þar sem hann er eiga við háfjallaveiki. Þetta sagði Tolli í myndskeiði sem hann birti Facebook-síðu fyrr í dag.

„Ég fer úr þessari ferð sem ríkur maður af alls kyns upplýsingum og reynslu sem ég fæ að vinna áfram með. Ég er þakklátur fyrir þessa kennslustund sem þessi fjallganga hefur verið,“ segir Tolli og minnir á að maður eigi að taka eitt skref í einu.

Arnar Hauksson og Sebastian Garcia , leiðsögumaður hans er þó lagðir af stað.

Beðið eftir betri færð

Alla vikuna hafa þeir dvalið í grunnbúðum fjallsins í von um betri færð, í morgun opnaðist gluggi sem gefur tækifæri á að ná upp á topp í dag og á morgun. Ekki er hægt að fara í einni atrennu upp á toppinn.

Fólk getur fylgst með ferðum félaganna átwitter-síðu leiðangursins, sem er farinn til að vekja athygli á starfsemi Batahúss, einstaklingsmiðað bataúrræði eftir afplánun.