Tólf frambjóðendur eru í boði í rafrænu forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi sem hefst á miðnætti, föstudag 12.febrúar og stendur yfir helgina.

Úrslit verða gerð opinber fyrir hádegi þriðjudaginn 16. Febrúar.

Samkvæmt lögum Vinstri grænna á að tryggja að ekki halli á konur á framboðslistum og að ekki séu færri en tvö af hvoru kyni í fimm efstu sætum listans. Kjörstjórn Norðausturkjördæmis stillir svo upp 20 manna framboðslista að teknu tilliti til aldursdreifingar, kyns, búsetu, uppruna, starfs osfrv. þannig að listinn endurspegli samfélagið sem best. Framboðslisti VG í Norðausturkjördæmi verður lagður fram til samþykktar á kjördæmisþingi fyrir lok mars

Steingrímur J. Sigfússon, sem leitt hefur lista VG í kjördæminu frá upphafi sækist sem kunnugt er ekki eftir kjöri á ný.

VG fékk tvö þingsæti í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum

Þau sem sækjast eftir sætum á lista eru:

Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi

Ásrún Ýr Gestsdóttir búfræðingur og nemi í byggðaþróun við Háskólan á Akureyri,

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Alþingismaður

Cecil Haraldsson fyrrv. sjómaður, kennari, skólastjóri og sóknarprestur.

Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari,

Helga Margrét Jóhannesdóttir sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur og nemi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri.

Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, efnafræðingur, í námi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst og varabæjarfulltrúi á Akureyri .

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi VG í Múlaþingi og formaður félagsins Hinsegin Austurlands

Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG

Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi og smiður