„Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við skorum á þig að endurskoða frumvarpið um réttarstöðu brotaþola þannig að þolendum verði veitt aðild að eigin kynferðisbrotamálum, ellegar sambærileg réttindi sem sakborningar hafa,“ segir í opnu bréfi tólf samtaka og félaga sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

„Annað veldur ólíðandi aðstöðumun sem dregur úr líkum þess að brotaþolar leiti réttar síns og grefur undan getu samfélagsins til að uppræta það samfélagsmein sem kynferðisofbeldi er,“ ítreka samtökin tólf í áskorun sinni á dómsmálaráðherra.

Samtökin sem skora á dómsmálaráðherra eru eftirfarandi: Aflið – samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, NORDREF – Nordic Digital Rights and Equality Foundation, Rótin – félag um konur, áföll og vímugjafa, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót, UN Women á Íslandi, og Öfgar.