Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 12 milljónum króna í að vinna upp tólf ára halla í birtingu reglugerða í Stjórnartíðindum.

Hátt í 300 alþjóðasamningar, þar á meðal sem varða sóttvarnarráðstafanir við komu og brottför farþega frá Íslandi á tímum COVID-19, bíða lögbundinnar birtingar. Án birtingar í C-deild Stjórnartíðinda hafa þessar reglugerðir ekki tekið gildi.

Katrín Jakobsdóttir sagði á kynningu sinni á skýrslu Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, á þingfundi í dag að þetta væri töluverður misbrestur. Ríkisstjórnin hafi þegar hafist handa við að vinna að yfirferð samninga og auglýsinga í c-deild Stjórnartíðinda.

„Það er miðað við að birta allt frá árinu 2019, 2018 og 2017 á næstu vikum og svo verður haldið áfram,“ sagði forsætisráðherrann á þingfundi í dag.

„Þetta er auðvitað stórmál að þetta sé með fullnægjandi hætti.“