Tólf manns liggja í valnum og sex eru slasaðir eftir að maður gekk ber­serks­gang og hóf skot­hríð í borginni Cetinje í Svart­fjalla­landi eftir fjöl­skyldu­erjur. The Guar­dian greinir frá.

Fjöl­miðlar í Svart­fjalla­landi segja að maðurinn hafi skotið fólk af handa­hófi, meðal annars börn eftir að hafa átt í erjum við fjöl­skylduna sína. Maðurinn var síðar skotinn til bana af lög­reglu. Ekki r vitað nánar hvað leiddi til þessa harmleiks.

For­sætis­ráð­herra Svart­fjalla­lands, Dritan Abazo­vic skrifaði á Telegram að þetta væri for­dæma­laus harm­leikur sem hafi átt sér stað í Cetinje og kallaði eftir sam­stöðu hjá í­búum landsins.

Lögregla á vettvangi.
Fréttablaðið/Getty