Björgunar­sveitir frá VÍk, Kirkju­bæjar­klaustri og úr Álfta­veri voru kallaðar til á­samt sjúk­flutninga­mönnum og lög­reglu­mönnum á Suður­landi eftir fimm bíla á­rekstur 20 km austan við VÍk í Mýr­dal. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­landi fyrr í dag.

Tólf manns voru í bílunum fimm. Ein bif­reið valt og eldur kom upp í annarri.

„Allir aðilar í slysinu eru nú komnir í skjól og njóta þjónustu heil­brigðis­starfs­manna. Á­verka­mat hljóðar upp á að þeir séu allir "grænir" og á­verkar minni­háttar,“ segir í færslu lög­reglunnar á Suður­landi fyrr í kvöld.

Um­ferðar­tafir mynduðust við slysstaðinn en mikil hálka er víða á Suður­landi og biður lög­regla veg­far­endur um að fara var­lega.

Hóp­slysa­á­ætlun fyrir Suður­land var virkjuð en þegar fyrsta við­bragð kom á staðinn og það kom í ljós að enginn var al­var­lega slasaður var dregið úr því.