Einn lést úr CO­VID-19 hér á landi síðast­liðinn sólar­hring. Þetta kemur fram á co­vid.is. Um er að ræða ein­stak­ling á ní­ræðis­aldri, að sögn Jóhanns K. Jóhanns­sonar, upp­lýsinga­full­trúa al­manna­varna.

Alls greindust 86 innan­lands­smit í gær en af þeim voru 62 í sótt­kví við greiningu, eða 72 prósent. Ekki hafa jafn margir greinst með veiruna hér á landi í rúm­lega tvær vikur. Um er að ræða tölu­verða fjölgun frá því í gær þegar 59 manns greindust með veiruna.

58 sjúk­lingar liggja nú inni á Land­spítala vegna Co­vid-19 og hafa aldrei fleiri verið inni­liggjandi á spítalanum vegna sjúk­dómsins. Einn þeirra er á gjör­gæslu­deild í öndunar­vél.

Land­spítalinn hefur starfað á neyðar­stigi síðustu daga og virðist ekkert lát vera á inn­lögnum. 120 sjúk­lingar hafa nú verið lagðir inn á spítalann vegna CO­VID-19 í þriðju bylgju far­aldursins.