Í það minnst­a 133 eru látn­ir í Þýsk­a­land­i eft­ir gríð­ar­leg flóð und­an­farn­a daga og er hundr­uð til við­bót­ar sakn­að. Á fimmt­u­dags­morg­un drukkn­uð­u tólf í­bú­ar á dval­ar­heim­il­i fyr­ir fatl­að­a í bæn­um Sinz­ig er vatn flædd­i inn á jarð­hæð þess og ekki var mög­u­legt að bjarg­a þeim.

Dauðs­föll­in tólf hafa feng­ið mjög á Þjóð­verj­a og þykj­a sýna fram á hve mörg­um hefð­i mátt bjarg­a hefð­u við­var­an­ir um yf­ir­gnæf­and­i flóð ver­ið tekn­ar al­var­legr­a.

Í­bú­arn­ir voru sof­and­i á fyrst­u hæð húss­ins er flóð­ið skall á og ein­ung­is einn næt­ur­vakt­mað­ur var á vakt. Flóð­ið skall svo fljótt á að ekki tókst að bjarg­a fólk­in­u og heyrð­u ná­grann­ar ösk­ur fólks­ins þar sem það drukkn­að­i. Þó tókst að bjarg­a 24 í­bú­um af efri hæð­um húss­ins um þrem­ur tím­um eft­ir að flóð­ið skall á hús­in­u.

„Hvert and­lát er sorg­legt en þett­a er sér­stak­leg­a sorg­legt,“ seg­ir Tab­er­a Irr­le, 23 ára lest­ar­stjór­i sem kom til Sinz­ig til að að­stoð­a við hreins­un­ar­starf, í sam­tal­i við New York Tim­es. Vatns­hæð­in í Sinz­ig náði sjö metr­um og hef­ur við­lík­a flóð ekki orð­ið þar í meir­a en öld.