Bólusetningar framlínufólks Landspítalans halda áfram á morgun með nýrri sendingu bóluefnis frá lyfjafyrirtækinu Moderna. Sjö hundruð skammtar af bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Moderna var úthlutað spítalanum og hefjast bólusetningar klukkan hálf níu í fyrramálið og halda áfram á föstudag.

Heilsugæslan fékk úthlutað 500 skömmtum frá sendingu Moderna í gær og hefjast bólusetningar þar eftir hádegi í dag og halda áfram á morgun.

Áður, eða á milli jóla og nýárs höfðu 180 verið bólusettir á Landspítalanum með skömmtum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer, 80 heilbrigðisstarfsmenn á bráðamóttöku og á Covid göngudeildinni og 100 sjúklingar á spítalanum.