Þrátt fyrir sam­komu­bann bárust lögreglunni tólf út­köll vegna há­vaða í heima­húsum frá ellefu til fimm í morgun. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Lög­reglan heim­sótti einnig 42 veitinga- og skemmti­staði í mið­bænum. Þeir staðir sem voru opnir voru flestir „með allt á hreinu varðandi fjölda­tak­markanir og sótt­varnir“ sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar. Minni háttar at­huga­semdir sem starfs­fólk ætlaði að lag­færa. Lög­reglan heim­sótti einnig 20 veitingastaði í Hafnar­firði og Garða­bæ og 8 staði í Kópa­vogi.

Þá fékk lög­reglan til­kynningu um fjúkandi kamar á byggingar­svæði í Kópa­vogi, fjúkandi þak­plötur á byggingar­svæði í mið­bænum á­samt frauð­plasti á ferð og flugi.

Rétt fyrir tvö í nótt barst lög­reglunni til­kynningu um eld í íbúð í Hafnar­firði. Eldur sagður í sófa. Slökkvi­liðið var kallað á vett­vang og var búið að slökkva eldinn 20 mínútum síðar.

Þá var nokkuð um akstur undir á­hrifum á­fengis- og/eða fíkni­efna í nótt á höfuðborgarsvæðinu.