Alls hefur tólf ein­stak­lingum verið fylgt til níu mis­munandi landa frá 30. maí og til 5. Ágúst. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá ríkis­lög­reglu­stjóra var þessum ein­stak­lingum fylgt til Georgíu, Albaníu, Bret­lands, Grikk­lands, Spánar, Ítalíu, Frakk­lands, Hollands og Kanada.

Að­eins var um að ræða full­orðið fólk, engin börn. Af þessum tólf ein­stak­lingum voru fimm fluttir til heima­lands síns vegna ó­lög­legrar dvalar á Ís­landi, fjórir voru fangar sem voru fluttir til síns heima­lands eða lands sem þeir mega koma til.

Þrír voru svo ein­staklingar sem voru búnir að fá svar frá ís­lenskum stjórn­völdum varðandi hælis­beiðni sína og voru sendir til þess lands sem þeir voru þegar með vernd í.

Ætluðu aldrei að leigja flugvél

Fyrr á þessu ári var til­kynnt að vísa ætti um 300 manns úr landi sem voru sögð hér í „ó­lög­legri dvöl“. Síðar fækkaði þeim fjölda þó í 197 manns þegar var búið að á­kveða að barna­fjöl­skyldum yrði ekki vísað úr landi.

Spurður um fjölda­brott­vísunina sem til­kynnt var um vor segir Gunnar Hörður Garðars­son, upp­lýsinga­full­trúi ríkis­lög­reglu­stjóra, að eins og áður hafi komið fram hafi aldrei staðið til að leigja flug­vél eða fylgja fólki í stórum hópum úr landi,

„…það stendur ekki til að það verði breyting þar á. Fjöldi verk­beiðna frá Út­lendinga­stofnun um fylgd úr landi er til staðar hjá stoð­deild og hver fylgd er vand­lega unnin, þá er hælis­leit­endum jafn­framt gefinn kostur á að yfir­gefa landið án lög­reglu­fylgdar,“ segir hann að lokum.