Tólf ísraelskir drengir, á aldrinum fimmtán til átján ára, voru leiddir fyrir dómara á Kýpur í dag þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á nauðgun sem nítján ára bresk kona, sem var í sumarfríi á eyjunni, varð fyrir.

Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað á hóteli í vin­sæla ferða­manna­bænum Ayia Napa að­fara­nótt mið­viku­dags. Konan leitaði til lög­reglu í gær­morgun og sagði henni hvað hafði gerst. Í kjöl­farið hófst leit að ger­endum og fór svo að piltarnir tólf voru hand­teknir sama dag.

Drengirnir voru úr­skurðaðir í átta daga gæslu­varð­hald á meðan rann­sókn málsins fer fram. Nöfn drengjanna voru opin­beruð í dag, að undan­skildum einum þeirra sem ekki hefur náð sak­hæfis­aldri.

For­eldrar ein­hverra þeirra flugu frá Ísrael og voru við­staddir þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í morgun. Að sögn sjónar­votta hrópuðu ein­hverjir for­eldranna til stuðnings sona sinna. Móðir eins þeirra trúir á sak­leysi sonar síns og kveðst, í sam­tali við BBC, hand­viss um að hann hafi ekkert gert af sér.

Breska utan­ríkis­ráðu­neytið fylgist grannt með málinu og er konunni og kýpversku lög­reglunni innan handar.