Lög­reglan í Liver­pool í Bret­landi rann­sakað nú morðið á hinni tólf ára gömlu Ava White en hún var stungin til bana í mið­bæ Liver­pool að­fara­nótt föstu­dags. Fjórir drengir á aldrinum 13 til 15 ára hafa verið hand­teknir vegna gruns um aðild að málinu.

„Hún var barn allra. Þetta hefði getað verið barn hvers sem er,“ sagði Hayl­ey Hug­hes sem kom að vett­vangi morðsins til að minnast hennar í gær, föstu­dag.

Í við­tali við Guar­dian segir Hug­hes að þótt að hún hafi heyrt um stungu­á­rásir í borginni þá hefði hana aldrei órað fyrir því að þetta gæti komið fyrir í mið­borginni fyrir svo ungt barn.

„Hún kom bara í mið­borgina til að sjá kveikt á ljósunum,“ sagði hún.

Í frétt Guar­dian er rætt við fleiri sem komu til að minnast hennar í mið­borg Liver­pool en ein­hver þeirra þekktu hana þegar hún var á lífi og sögðu hana glað­lynda stúlku.

Þá er haft eftir kennaranum hennar, Peter Duf­fy, á vef National að hún hafi verið vin­sæl stúlka með góðan vina­hóp.

Lögreglan leitar nú vitna að morðinu og hefur á samfélagsmiðlum sett inn mynd af hvítum sendiferðarbíl sem þau telja að hafi verið staðsettur nærri miðborginni þegar Ava var myrt.