Bandaríkin

Tólf ára stúlka lést þegar hestur datt ofan á hana

Tólf ára bandarísk stúlka lést og fjögurra ára systir hennar slasaðist þegar hestur henti þeim af baki og datt ofan á þær í kjölfarið. Atvikið átti sér stað í Orcas garðinum í Los Angeles í gærkvöldi.

Útreiðar eru vinsælar í garðinum.

Tólf ára bandarísk stúlka lést og fjögurra ára systir hennar slasaðist þegar hestur henti þeim af baki og datt ofan á þær í kjölfarið. Atvikið átti sér stað í Orcas garðinum í Los Angeles í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef ABC News.

Að sögn lögreglu teymdi móðir systranna hestinn þegar eitthvað gerði honum bylt við og hann fældist með þeim afleiðingum að systurnar flugu af baki og hann datt í kjölfarið ofan á stúlkurnar.

Útreiðar eru vinsælar í garðinum, slysið gerðist klukkan 20.20 á staðartíma og voru systurnar fluttar á sjúkrahús þar sem önnur þeirra var úrskurðuð látin en hin slapp með minniháttar meiðsli. Upplýsingar eru takmarkaðar og málið er enn í rannsókn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Leyfir Pútín ekki að yfir­heyra banda­ríska borgara

Bandaríkin

Mega nú kenna fólki að þrí­­víddar­­prenta byssur

Bandaríkin

Rúss­neskur stúdent grunaður um að vera njósnari

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Gísli Hall­dór ráðinn bæjar­­stjóri í Ár­­borg

Innlent

Fella niður hátt í 70 óm­skoðanir á fyrstu viku

Innlent

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

Innlent

Sema skammar „með­­­virkar gungur“ í Piu-málinu

Erlent

Átta særðir eftir hnífa­á­rás í Þýska­landi

Innlent

Rann­saka mengun í Hafnar­fjarðar­læk

Auglýsing