Bandaríkin

Tólf ára stúlka lést þegar hestur datt ofan á hana

Tólf ára bandarísk stúlka lést og fjögurra ára systir hennar slasaðist þegar hestur henti þeim af baki og datt ofan á þær í kjölfarið. Atvikið átti sér stað í Orcas garðinum í Los Angeles í gærkvöldi.

Útreiðar eru vinsælar í garðinum.

Tólf ára bandarísk stúlka lést og fjögurra ára systir hennar slasaðist þegar hestur henti þeim af baki og datt ofan á þær í kjölfarið. Atvikið átti sér stað í Orcas garðinum í Los Angeles í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef ABC News.

Að sögn lögreglu teymdi móðir systranna hestinn þegar eitthvað gerði honum bylt við og hann fældist með þeim afleiðingum að systurnar flugu af baki og hann datt í kjölfarið ofan á stúlkurnar.

Útreiðar eru vinsælar í garðinum, slysið gerðist klukkan 20.20 á staðartíma og voru systurnar fluttar á sjúkrahús þar sem önnur þeirra var úrskurðuð látin en hin slapp með minniháttar meiðsli. Upplýsingar eru takmarkaðar og málið er enn í rannsókn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Leit að látnum gæti tekið vikur

Bandaríkin

Enn hækkar tala látinna í Kaliforníu

Bandaríkin

Gylltir rifflar og kókaín í tonnavís: El Chapo fyrir dóm

Auglýsing

Nýjast

Bjarni Már: Vona að atlögum að mannorði mínu linni

Vinnu­staða­menning OR „betri en gengur og gerist“

Ás­laug Thelma vissi ekkert um úr­skurðinn

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla

Bein lýsing: Blaða­manna­fundur OR

Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt

Auglýsing