Bandaríkin

Tólf ára stúlka lést þegar hestur datt ofan á hana

Tólf ára bandarísk stúlka lést og fjögurra ára systir hennar slasaðist þegar hestur henti þeim af baki og datt ofan á þær í kjölfarið. Atvikið átti sér stað í Orcas garðinum í Los Angeles í gærkvöldi.

Útreiðar eru vinsælar í garðinum.

Tólf ára bandarísk stúlka lést og fjögurra ára systir hennar slasaðist þegar hestur henti þeim af baki og datt ofan á þær í kjölfarið. Atvikið átti sér stað í Orcas garðinum í Los Angeles í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef ABC News.

Að sögn lögreglu teymdi móðir systranna hestinn þegar eitthvað gerði honum bylt við og hann fældist með þeim afleiðingum að systurnar flugu af baki og hann datt í kjölfarið ofan á stúlkurnar.

Útreiðar eru vinsælar í garðinum, slysið gerðist klukkan 20.20 á staðartíma og voru systurnar fluttar á sjúkrahús þar sem önnur þeirra var úrskurðuð látin en hin slapp með minniháttar meiðsli. Upplýsingar eru takmarkaðar og málið er enn í rannsókn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels

Bandaríkin

Óhress með samkomulagið

Bandaríkin

Sam­þykkja 1.4 milljarða í landa­mæra­girðingu

Auglýsing

Nýjast

For­maður ASÍ: „Verður ekki til að liðka fyrir við­ræðum“

Telja allt að tólf hafa orðið undir snjó­­flóði

Sól­veig Anna um til­lögurnar: „Ljóst hvert stefnir“

Vil­hjálmur afar von­svikinn: „Þetta var bara það sem lá fyrir“

Leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk

„Allar kjara­­deilur leysast að lokum“

Auglýsing