Lög­reglan í Oak­land í Kali­forníu hand­tók í gær tólf ára dreng vegna gruns um að hann hafi skotið þrettán ára gamlan skóla­bróður sinn í skólanum. Drengurinn var fluttur á sjúkra­hús og er á­stand hans stöðugt.

Breska blaðið Guar­dian greinir frá þessu.

At­vikið átti sér stað skömmu eftir há­degi í gær og myndaðist fljótt ringul­reið við skólann þar sem ör­væntingar­fullir for­eldrar reyndu að ná til barna sinna.

Borgar­stjóri Oak­land, Libby Schaaf, segir að það sé léttir að fórnar­lamb á­rásarinnar hafi ekki dáið í á­rásinni. Hún lýsir þó van­þóknun sinni á þeirri öldu skot­vopna­á­rása sem riðið hafa yfir Banda­ríkin undan­farin misseri og segir að skólinn eigi að vera öruggasta at­hvarf allra barna.

Í frétt Guar­dian er vísað í tölur frá sam­tökunum E­verytown, en þau hafa barist fyrir hertri skot­vopna­lög­gjöf í Banda­ríkjunum. Sam­kvæmt tölum sam­takanna eru skot­á­rásir helsta dánar­or­sök barna og ung­linga í Banda­ríkjunum.