Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um mann sem var spíg­spora í fjörunni í Kópa­vogi og óttast var að hann væri í sjálfs­vígs­hug­leiðingum.

„Svo reyndist ekki vera, amk ekki í hefð­bundnum skilningi, en við­komandi kvaðst búa nærri fjörunni og kæmi gjarnan þangað til að reykja. Er nokkuð ljóst að slíkt hátt­erni er síst til þess fallið að lengja líf þeirra er það stunda, en flokkast þó ekki sem lög­reglu­mál,“ segir í dag­bók lög­reglu.

Það var tilkynnt um inn­brot í verslun í austur­borginni og einnig í fyrir­tæki á sama svæði. Fjár­munum var stolið, á­samt far­tölvu.

Þá var einn aðili stöðvaður fyrir ölvunar­akstur í morgun.