Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út skömmu fyrir klukkan fjögur í dag um konu sem hegðaði sér undar­lega í Foss­voginum að mati við­staddra en RÚV greindi fyrst frá.

Sam­kvæmt frétt RÚV hafði konan af­klætt sig á al­manna­færi og virtist vera á leið út í sjóinn. Við­bragðs­aðilar voru kallaðir út auk þess sem til stóð að kalla út björgunar­sveitir.

Davíð Már Bjarna­son, upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar, greinir þó frá því í sam­tali við Frétta­blaðið að málið hafa leyst áður en að kalla þurfti björgunar­sveitir út.

Vakt­hafandi varð­stjóri hjá slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins segir í sam­tali við Frétta­blaðið að á­kveðið hafi verið að hefja öfluga leit strax ef að konan hefði farið út í sjóinn, sér­stak­lega þar sem lítil dags­birta var eftir.

Fólk á vett­vangi hafi haft á­hyggju af konunni og bent á að hún hafi gengið í átt að sjónum. Skömmu síðar hafi þau þó fengið til­kynningu um að konan hafi farið í for­eldra­hús og er því heil á húfi.