Á­hættu­greining banda­rískra flug­mála­yfir­valda eftir að fyrsta Boeing 737 Max vélin hrapaði í Indónesíu sýndi að líkurnar á svipuðum slysum innan ör­fárra mánaða voru afar miklar en þetta hefur banda­ríski miðillinn Wall Street Journal eftir aðila þar innanborðs.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá eru Boeing vélarnar enn kyrr­settar eftir að tvær vélar af þessari tegund hröpuðu í Eþíópíu og í Indónesíu með tveggja mánaða milli­bili. Nýjustu fréttir hafa gefið til kynna að verk­fræðingar banda­rískra flug­mála­yfir­valda hafi ekki skilið stjórn­kerfi vélanna.

Í um­fjöllun Wall Street Journal kemur fram að greining flug­mála­yfir­valda hafi sýnt að „það þyrfti ekki mikið“ til þess að svipuð bilun og sú sem varð í flug­vél Lion Air sem hrapaði í Java sjóinn á síðasta ári gerðist aftur.

Banda­rísk flug­mála­yfir­völd á­kváðu hins­vegar að það væri nóg að láta flug­menn vita af hættunni vegna skynjara­kerfis vélarinnar, hins svo­kallaða MCAS kerfis. Um­rætt kerfi er það sem talið er hafa valdið slysunum tveimur og ýtt nefi vélanna tveggja niður í ó­þökk flug­manna.

Hug­myndin var sú að ef flug­menn væru með­vitaðir um á­hætturnar og vissu hvernig þeir ættu að bregðast við, að þá væri það við­unandi til að gefa Boeing og yfir­völdum tíma til að þróa og sam­þykkja hug­búnaðar­lausn til að laga MCAS skynjara­kerfið.

Töldu for­svars­menn flug­mála­yfir­valda að vit­neskja flug­manna um kerfið og hættuna af því, væri nóg til að gefa Boeing 10 mánaða glugga til að þróa og breyta MCAS kerfinu, að því er segir í um­fjöllun Wall Street Journal og ætlaði Boeing sér að lag­færa kerfið innan þess tíma­ramma.

Þessar á­ætlanir gengu hins­vegar ekki því að einungis ör­fáum mánuðum eftir að vél Lion Air hrapaði, hrapaði vél Et­hiopian Air­lines í Eþíópu vegna MCAS kerfisins sem olli því að vélarnar voru og eru enn kyrr­settar. Banda­rísk flug­mála­yfir­völd hafa sagt að vélarnar fái ekki að fljúga aftur fyrr en að ljóst sé að öll öryggis­mál hafi verið yfir­farin.