Dómstóll í Nýja Sjálandi úrskurðaði í gær að heilbrigðisyfirvöldu myndi fá tímabundna forsjá yfir sex mánaða barni til að koma því í lífsnauðsynlega aðgerð.

Foreldrar barnsins hafa til þessa komið í veg fyrir að hægt sé að framkvæma aðgerðina nema hægt sé að tryggja að barnið myndi aðeins fá blóðgjöf frá einstaklingum sem væru óbólusett við Covid-19.

Fjallað er um málið í fjölmiðlum í Nýja-Sjálandi en fjölmargir mótmælendur voru viðstaddir dómsúrskurðinn í Auckland.

Dómarinn Justice Gault sem úrskurðaði í málinu féllst á rök foreldranna að þau ættu rétt á að efast um heilindi þess að barn þeirra fengi blóð frá bólusettum einstaklingum en að hann þyrfti að setja hag barnsins í fyrsta sæti.

Foreldrar barnsins hafa til þessa hótað málssóknum ef aðgerðin verður framkvæmd eftir að dómstóllinn fór fram á að undirbúningur fyrir aðgerðina myndi hefjast.

Barnið glímir við hjartalokusjúkdóm og þarf því á aðgerð að halda. Foreldrarnir hafa til þessa neitað aðgerðinni nema hægt sé að tryggja að barnið fái blóðgjöf frá einstaklingi sem hafi ekki þegið bóluefni við Covid-19.

Lögmaður heilbrigðisyfirvalda í Nýja-Sjálandi hélt því fram að frestun foreldranna á aðgerðinni væri líklega búið að valda skemmdarverkum á hjarta barnsins að mati sérfræðingan.

Fyrir dómstólum kom fram að ef þeim væri leyft að velja sér blóðgjafa væri verið að auka flækjustig blóðgjafar.

„Þetta yrði til að vega að heiðri blóðgjafa í Nýja-Sjálandi og þá erum við komin út á hálan ís.“