Ferða­menn sem voru saman­komnir að Breiða­merkur­jökli áttu fótum sínum fjör að launa í dag þegar brotnaði úr jöklinum með þeim af­leiðingum að nokkuð stór flóð­bylgja fór af stað.

Stephan Mantler, hjá ferða­þjónustu­fyrir­tækinu Há­fjalli, náði vægast sagt ó­trú­legu mynd­bandi sem sýnir þegar það brotnar úr jöklinum og flóð­bylgjan fer af stað í áttina að ferða­mönnunum. Stephan segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hópurinn hafi frekar virst á­huga­samur heldur en skelkaður.

Út­lit hafi verið fyrir að brotna myndi úr jöklinum þar sem ein­hver hljóð hafi heyrst sem gáfu það til kynna. Hann segir ferða­mennina hafa verið upp­lýsta um hvað ætti að gera myndi jökullinn kelfa. Þeir forðuðu sér í flýti líkt og sjá má á mynd­bandinu hér fyrir neðan.