Noregur

Tóku leigubíla fyrir 90 milljónir í boði háskólans

Stjórnendur háskólans í Osló tóku leigubíla fyrir rúmar níutíu milljónir íslenskra króna á fjórum árum í boði háskólans á síðustu fjórum árum.

Prófessorar og aðrir starfsmenn Háskólans í Osló hafa ferðast mikið á síðustu árum.

Starfsmenn Háskólans í Osló tóku leigubíla fyrir meira en 6.6 milljónir norskra króna, eða 90 milljónir íslenskra króna, á síðustu fjórum árum. Ferðir þeirra voru greiddar af háskólanum, en vissir starfsmenn háskólans hafa fengið nokkurs konar leigubílakort til afnota síðustu ár. Leigubílakortin eru í boði fyrir hátt setta starfsmenn skólans, á borð við prófessora og stjórnendur. 

Norska dagblaðið Verdens gang greindi frá því í síðustu viku að Nils Christian Stenseth, prósfessor hjá Háskólanum í Osló hafi tekið leigubíla fyrir rúmar 500 þúsund norskar krónur á þremur árum. Í kjölfarið óskaði dagblaðið eftir upplýsingum um ferðagreiðslur háskólans til prófessora og aðra starfsmenn háskólans á árunum 2015 til 2018 og í ljós kom að töluverður kostnaður fylgi hinum umræddu leigubílakortum.

2017 var dýrasta árið fyrir háskólann, en þá tóku starfsmennirnir leigubíla fyrir meira en 1.8 milljónir norskra króna á einu ári. Skólastjórnendur skólans telja málið alvarlegt og segja að ljóst sé að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut. 

Aðrir háskólar í Noregi bjóða stjórendum og öðrum starfsmönnum háskólans upp á sambærileg kort og tekur VG Háskólann í Bergen sem dæmi. Heildarkostnaður háskólans í leigubíla árið 100 þúsund norskar krónur árlega. Það er helmingur þess sem einn prófessor í Háskólanum í Osló eyddi í leigubíla árlega. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Noregur

Komu fyrir földum mynda­vélum við heimili ráð­herrans

Noregur

Dóms­mála­ráð­herra Noregs stígur til hliðar

Noregur

Sakaður um að brjóta gegn 263 börnum á netinu

Auglýsing

Nýjast

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Drengirnir í Grindavík fundnir

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Auglýsing