Sjúkra­flutninga­menn tóku í nótt á móti stúlku á miðjum Hafnar­fjarðar­vegi þegar verið að flytja móður hennar á fæðingar­deild Land­spítalans. Fæðingin gekk að óskum og heilsast bæði móður og barni vel.

Frá þessu er greint í Face­book-færslu Slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu. Í færslunni kemur fram að sumar vaktir séu á­nægju­legri en aðrar og átti það svo sannar­lega við um þessa tilteknu vakt í nótt.

Slökkvi­liðið sinnti tæp­lega 100 sjúkra­flutningum síðast­liðinn sólar­hring sem telst vera nokkuð undir meðal­tali. Það var þó tals­verður erill á dælu­bílana sem fóru í tíu út­köll. Öll reyndust þau vera minni­háttar þegar upp var staðið.