Ekki tókst að taka upp tón­listar­mynd­band á Húsa­vík í kvöld sökum veðurs. Mikil leynd ríkir um það sem fer fram á töku­stað og má ekki taka neinar myndir eða mynd­bönd af því sem þar á sér stað.

En það sem vitar er að í dag átti að taka upp sér­stakt Óskars­verð­launa­mynd­band þar sem sau­tján stúlkur úr stúlkna­kór frá Húsa­vík syngja lagið Husa­vik (My ho­met­own) með sænsku söng­konunni Molly Sandén. Þá átti að taka upp flug­elda­sýningu sem á að vera í laginu. Ekki er ljóst hvort að það tókst að gera það í dag eða hvort það á að gera það á morgun.

Á morgun á að vera nokkuð bjart á Húsa­vík og allt að fimm stiga hiti.