Tilraun bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA til að nota mannlaust geimfar til að beina smástirni af leið heppnaðist í vikunni. Með því að skjóta litlu geimfari í veg fyrir smástirnið tókst NASA að breyta leið smástirnisins.

Tilraunin var gerð í því skyni að reyna að hafa áhrif á stefnu smástirna ef það kæmi til þess að smástirni myndi stefna á jörðina einn daginn.

„Með þessu erum við að sanna fyrir heiminum að okkur er alvara þegar kemur að því að vernda jörðina,“ sagði fyrrverandi geimfarinn, öldungadeildarþingmaður og núverandi forstjóri NASA, Bill Nelson.