Jake Gardner, 38 ára bar­eig­andi frá Nebraska, fannst látinn síðast­liðinn sunnu­dag á heilsu­gæslu­stöð rétt fyrir utan Port­land í Oregon en Gardner var í síðustu viku á­kærður fyrir að hafa skotið svartan mót­mælanda til bana síðast­liðinn maí. Að sögn fjöl­skyldunnar lést Gardner af eigin hendi.

Lög­maður Gardner til­kynnti um and­lát hans í gær en Gardner átti yfir höfði sér á­kærur fyrir mann­dráp, notkun skot­vopns, til­raun til líkams­á­rásar og hryðju­verka­ógnir. Hinn 22 ára James Scur­lock lést af völdum skot­sárs eftir að hópslags­mál brutust út fyrir utan bar Gardner þann 30. maí en sjálfur var Scurlock ekki þátttakandi í slagsmálunum.

Ákæran kom á óvart

Að því er kemur fram í frétt CNN var upp­runa­lega á­kveðið að Gardner yrði ekki á­kærður vegna málsins, þar sem talið var að hann hafi að­eins verið að verja sjálfan sig. Sak­sóknari í málinu fór síðar fram á það að sú á­kvörðun yrði endur­skoðuð og var að lokum á­kveðið að á­kæra yrði gefin út.

Að sögn lög­mannsins kom á­kæran Gardner á ó­vart en lög­maðurinn lýsti Gardner sem stríðs­hetju sem hafði hlotið heila­skemmdir í tví­gang. Hann sagði að Gardner hafði upp­lifað at­vikið þannig að hann væri á stríðs­svæði en hann hafi þó farið eftir öllum til­mælum lög­reglu í kjöl­farið.

Scurlock er einn af fjölmörgum sem hafa látist síðastliðna mánuði í mótmælum gegn kynþáttafordómum en mótmæli brutust út víðs vegar í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur af lögreglu.