Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði af­skipti í gær­kvöldi af 16 ára öku­manni sem stöðvaður var í austur­bænum. Reyndist hann hafa tekið bíl móður sinnar í leyfis­leysi, að því er fram kemur í dag­bók lög­reglu. Hann á von á kæru fyrir að aka án öku­réttinda.

Þá var skorið á dekk á bíl einum í Breið­holti og sömu­leiðis í Hafnar­firði. Lög­regla segir að ekki sé vitað hverjir gerðu það. Öku­maður var auk þess stöðvaður grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis í Hafnar­firði.

Einnig var öku­maður stöðvaður í mið­bænum í gær­kvöldi. Hann var grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Þá kom í ljós að hann hafði verið sviptur öku­réttindum.

Lög­regla fjar­lægði skráningar­merki þar sem bíllinn var ó­tryggður. Auk þess segir lög­reglan að fíkni­efni hafi fundist á öku­manni sem og far­þega bílsins.