Byltingarkennd fjöðrunin gerir aksturseiginleika bílsins silkimjúka og hefur upplifuninni verið lýst eins og að svífa um á töfrateppi. Útlit bílsins vekur einnig eftirtekt en hann prýða svokallaðar„fastback“ línur sportbíls að aftan sem er fersk nálgun á bíl sem er stór og hár frá götu eins og Citroën ë-C4 X. Citroën bílar eru hannaðir með þægindi fólks sem hönnunarmarkmið og það einfaldlega finnst í innra rými bílsins sem og í akstri. Aukahlutirnir eru heldur ekki af verri endanum og er t.d. hægt að panta bílinn með leðuráklæði á sætum og sóllúgu. Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 X 100% rafbíl með allt að 360 km drægni á hreinu rafmagni. Citroën ë-C4 X rafbíll er með góða veghæð eða 15,6cm sem skapar þægilegt aðgengi. Hann er búinn ríkulegum staðalbúnaði svo sem snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun. Samkvæmt vefsýningarsal Brimborgar er bíllinn frá 6.010.000 kr í verði og verða fyrstu eintökin afhent í maí.
Citroën ë-C4 X er sjálfskiptur, 136 hestafla rafbíll með 50 kWh drifrafhlöðu.
Glænýr Citroën ë-C4 X 100% rafbíll með allt að 360 km drægi er nú kominn til landsins og mun Brimborg bjóða hann í fjórum ríkulega búnum útfærslum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Samkæmt fréttatilkynningu frá Brimborg verður bíllinn frumsýndur 18. mars hjá Brimborg í Reykjavík.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir