For­eldrar barna í Keldu­skóla Korpu efndu til mót­mæla í morgun vegna til­lögu meiri­hlutans í skóla- og frí­stunda­ráði um að loka skólanum en for­eldrarnir töfðu um­ferð úr Staðar­hverfi yfir í Víkur­hverfi milli klukkan 7:45 og 8:30.

„Með þessu erum við að sýna hvernig um­ferðin verður þegar við þurfum að keyra börnin í skólann úr hverfinu,“ sagði Sæ­var Reykja­lín, for­maður for­eldra­fé­lagsins, í sam­tali við Frétta­blaðið í gær en lítið sem ekkert sam­ráð hefur verið við íbúa Grafar­vogs vegna lokunarinnar.

Þá hefur ekkert sam­ráð verið haft við nem­endur skólans að sögn Sófus Mána Bender sem sat fund skóla­ráðs fyrir hönd nem­enda á síðasta skóla­ári þar sem hug­myndir um lokunina voru ræddar. „Krakkarnir í Staðar­hverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfis­skólanum. Með því að flytja þau í aðra skóla er verið að kalla fram kvíða og skapa þeim ó­öryggi,“ sagði Sófus.

For­eldrarnir töfðu um­ferð úr Staðar­hverfi yfir í Víkur­hverfi milli klukkan 7:45 og 8:30.
Fréttablaðið/Anton Brink