Innlent

Tölvurnar enn ófundnar: Tuttugu verið handteknir

Rannsókn á einu stærsta þjófnaðarmáli sem upp hefur komið hér á landi miðar hægt. Hvorki tangur né tetur af þeim 600 tölvum sem teknar voru hafa fundist.

Rannsókn málsins er afar umfangsmikil. Lögregluembættin á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu fara fyrir rannsókninni. Fréttablaðið/Ernir

Hvorki tangur né tetur hefur fundist af þeim sex hundruð tölvum sem stolið var úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ í lok síðasta árs. Alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við málið og þar af sæta fimm gæsluvarðhaldi. Mikill kraftur hefur verið lagður í rannsóknina, en henni miðar þó hægt áfram.

Tveir íslenskir karlmenn voru með þeim fyrstu sem voru handteknir í tengslum við málið og hafa þeir enn ekki verið látnir lausir. Þrír voru handteknir viðbótar fyrir skemmstu.

Þá hefur lögregla ráðist í húsleit víða um landið, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Tíu voru handteknir í kjölfar húsleitar í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu en öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 

 „Við höfum enn ekki komið höndum yfir þýfið – enn þá, en við erum með alla anga úti. Það hafa engin straumhvörf orðið í málinu enn sem komið er,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Um er að ræða eitt stærsta þjófnaðarmál sögunar enda er þýfið talið nema rúmum 200 milljónum íslenskra króna. Þjófunum tókst að hafa á brott með sér um 600 tölvur en ljóst er að töluverðan viðbúnað þarf til að starfrækja tækjabúnaðinn á ný. Fylgist lögregla því vel með raforkunotkun um land allt. Talið er að um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Inn­brot rann­sökuð sem skipu­lögð brota­starf­semi

Innlent

Fleiri hand­tökur vegna inn­brota í gagna­ver

Lögreglumál

Um­fangs­mikil rann­sókn vegna þriggja inn­brota í gagna­ver

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing