Tilkynnt var um eld í Seljaskóla í Breiðholtinu rétt fyrir áttunda tímann í kvöld.

Að sögn fulltrúa slökkviliðs var eldurinn töluverður, en kviknað hafði í þakverki skólans.

Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en að sögn er búið að slökkva eldinn og gekk slökkvistarf vel. Verið er að ganga úr skugga um að engar glæðingar séu eftir í byggingunni.

Að minnsta kosti einn slökkviliðsbíll og einn sjúkrabíll var sendur á vettvang.

Fréttin hefur verið uppfærð.