Að minnsta kosti 42 hafa látist í mannskæðustu skógareldum Bandaríkjanna í Kaliforníu-ríki. Flestir hinna látnu hafa fundist í eða í kringum bæinn Paradise í norðanverðu ríkinu og enn er 228 saknað. Þá hefur um 300 þúsund verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Tala látinna er nú hærri en í Griffith Park hörmungunum árið 1933, en þá létu 31 lífið. 

Um þrenna skógarelda er í raun að ræða. Þeir stærstu, sem geisað hafa í norðurhluta ríkisins, eru kenndir við Camp, smærri eldar sem ná niður að Malibu í suðurhlutanum eru kenndir við Woolsey. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir algjöru neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu en það gerir íbúum ríkisins kleift að sækja sér fjárhagsaðstoð ef þeir hafa orðið fyrir tjóni. 

Fyrstu viðbrögð forsetans við eldunum var þó að gagnrýna yfirvöld í Kaliforníu fyrir eldanna. Þar sagði hann enga ástæðu fyrir skógareldunum nema léleg umhirða og hótaði að draga úr fjárveitingu til ríkisins. 

Engir skógareldar valdið jafnmikilli eyðileggingu og eru hafa þúsundir heimila orðið eldunum að bráð. Bærinn Paradise hefur nær gjörsamlega þurrkast út í eldinum sem fengið hefur nafnið Camp-fire, en rúmlega 26 þúsund manns búa í bænum, en hafa öll þurft að yfirgefa heimili sín. Heimili frægðarmenna hafa brunnið í Woolsey-eldunum. Til dæmis heimili söngkonunnar Miley Cyrus og tónlistarmannsins Neils Young.

Þá þurfti einnig stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West að yfirgefa heimili sitt vegna eldanna.