Tíundi hver ung­lingur í grunn­skólum Reykja­víkur er í sótt­kví nú um mundir. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Ríkis­út­varpsins. Að­eins eitt smit getur haft gríðar­leg á­hrif á skóla­starf í við­komandi skóla.

Stað­fest smit hér­lendis eru nú orðin fleiri en 4000. Hátt í fimm hundruð nem­endur voru settir í sótt­kví eða úr­vinnslu­sótt­kví um helgina. Tveir vinir í Réttar­holts­skóla, þeir Berg­þór og Arnar, sögðust í kvöld­fréttum vera orðnir mjög þreyttir á því að hanga heima og vona að lífið fari brátt að komast í samt horf.

„Það var ein­hver strákur í áttunda bekk sem greindist og það þurfti bara allur skólinn að fara í sótt­kví. Mér finnst það orðið mjög þreytt og ekki gaman,“ segir Berg­þór. Strákarnir hafa verið í úr­vinnslu­sótt­kví síðan á fimmtu­dag.

„Ég er búinn að vera mest inni bara. Að­eins í körfu­bolta. Annars er ég bara búinn að vera að facetæma Berg­þór og eitt­hvað,“ sagði Arnar í kvöld­fréttum.