Norðan- og norð­austan­átt í dag, víða 8-15 m/s. Það verður á­fram­haldandi élja­gangur á Norður- og Austur­landi, og eru því enn líkur á sam­göngu­truflunum á þeim slóðum. Þetta kemur fram á vef Veður­stofunnar.

Á rat­sjár­myndum sést snjó­komu­bakki skammt undan suð­vestur­ströndinni, en það er enn ó­ljóst hversu langt hann gengur inn á land. Suð­vestan­til á landinu eru því líkur á snjó­komu, en það gæti brugðið til beggja vona.

Á Suð­austur­landi er hins vegar út­lit fyrir bjart­viðri í dag. Frost 1 til 10 stig, kaldast í inn­sveitum fyrir norðan.

Það bætir í vind vestan­lands í kvöld, og á morgun verða austan og norð­austan 13-18 m/s, en tals­vert hægari vindur um landið austan­vert. Dá­lítil él norðan­til á landinu, annars úr­komu­lítið. Herðir heldur á frosti.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á þriðju­dag:
Austan og norð­austan 13-18 m/s, en hægari vindur um landið A-vert. Víða dá­lítil él fram eftir degi, en þurrt SA-lands. Frost frá 1 stigi syðst á landinu, niður í 13 stig í inn­sveitum NA-til.

Á mið­viku­dag:
Aust­læg átt 10-18 á S- og V-landi og lítils­háttar slydda eða snjó­koma með köflum. Hægari vindur og þurrt N- og A-lands. Frost 1 til 9 stig, en frost­laust við suður­ströndina.

Á fimmtu­dag:
Austan og suð­austan 5-13 og bjart með köflum, frost 0 til 7 stig. Austan 13-18 með suður­ströndinni, skýjað og hiti 0 til 3 stig.

Á föstu­dag:
Suð­aust­læg átt og dá­litlar skúrir eða él á S- og V-landi með hita rétt yfir frost­marki. Þurrt og bjart veður á N- og A-landi og frost 1 til 7 stig.

Á laugar­dag:
Sunnan­átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt um landið NA-vert. Hlýnandi veður.

Á sunnu­dag:
Austan og norð­austan­átt og víða dá­lítil slydda eða snjó­koma, en þurrt að kalla V-lands. Hiti um og undir frost­marki.