Norðan- og norðaustanátt í dag, víða 8-15 m/s. Það verður áframhaldandi éljagangur á Norður- og Austurlandi, og eru því enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Á ratsjármyndum sést snjókomubakki skammt undan suðvesturströndinni, en það er enn óljóst hversu langt hann gengur inn á land. Suðvestantil á landinu eru því líkur á snjókomu, en það gæti brugðið til beggja vona.
Á Suðausturlandi er hins vegar útlit fyrir bjartviðri í dag. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Það bætir í vind vestanlands í kvöld, og á morgun verða austan og norðaustan 13-18 m/s, en talsvert hægari vindur um landið austanvert. Dálítil él norðantil á landinu, annars úrkomulítið. Herðir heldur á frosti.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 13-18 m/s, en hægari vindur um landið A-vert. Víða dálítil él fram eftir degi, en þurrt SA-lands. Frost frá 1 stigi syðst á landinu, niður í 13 stig í innsveitum NA-til.
Á miðvikudag:
Austlæg átt 10-18 á S- og V-landi og lítilsháttar slydda eða snjókoma með köflum. Hægari vindur og þurrt N- og A-lands. Frost 1 til 9 stig, en frostlaust við suðurströndina.
Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 5-13 og bjart með köflum, frost 0 til 7 stig. Austan 13-18 með suðurströndinni, skýjað og hiti 0 til 3 stig.
Á föstudag:
Suðaustlæg átt og dálitlar skúrir eða él á S- og V-landi með hita rétt yfir frostmarki. Þurrt og bjart veður á N- og A-landi og frost 1 til 7 stig.
Á laugardag:
Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt um landið NA-vert. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Austan og norðaustanátt og víða dálítil slydda eða snjókoma, en þurrt að kalla V-lands. Hiti um og undir frostmarki.