Alls greindust 16 manns með Covid-19 innanlands í gær. Þar af voru sex í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun ríkisstjórnin fundar í hádeginu í dag um minnisblað sóttvarnarlæknis.

Ekki liggur fyrir hversu hátt hlutfall smitaðra er bólusettur.

Einn var lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19 um helgina. Um er að ræða aldraða konu, er hún ekki mikið veik.

Eftir daginn í gær eru 385 manns í sóttkví og 124 í einangrun.