Tíu COVID-19 smit greindust innanlands í gær, þar af voru níu í sóttkví og einn utan sóttkvíar við greiningu.
Tvö smit greindust á landamærunum og var annað þeirra virkt smit. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar á hinu smitinu.
Fjórir eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og hefur fjölgað um einn milli daga.
Þá eru 134 í einangrun. Alls eru 812 í sóttkví og 1.106 í skimunarsóttkví.
Tekin voru 844 sýni í einkennasýnatöku, 679 í fyrri og seinni landamæraskimun og 207 í sóttkvíar- og handahófsskimunum.
Nýgengi innalandssmita er nú 31,1 og 5,5 á landamærunum.
Búið er að fullbólusetja 32.609 gegn COVID-19.