Tíu einstaklingar eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, sjö þeirra á Akureyri, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni sem Kaffið greinir frá.

Sautján einstaklingar eru í sóttkví á svæðinu og lögreglan hvetur fólk til að skrá sig í sýnatöku ef einhver einkenni koma upp.

Eitt smit er á Mývatni, eitt á Kópaskeri og eitt á Siglufirði.

Í gær sögðu Skagafréttir frá því að rúmlega fjörutíu séu í sóttkví á Vesturlandi eftir að tveir greindust með smit.

Þá eru samkvæmt tölum frá covid.is 17 í einangrun á Suðurlandi og 39 í sóttkví sem stendur. Tölur hafa ekki verið uppfærðar í dag.

Flest smit eru á Höfuðborgarsvæðinu en þar eru 220 í einangrun og 494 í sóttkví en viðbúið er að þær tölur muni hækka í dag.