Heimakosning fólks sem er í sóttkví eða einangrun er hafin og gengur vel að sögn sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, Sigríðar Kristinsdóttur.

Í gær höfðu alls tíu sótt um að kjósa á dvalarstað og hóf sýslumannsembættið kosninguna í gær en hún stendur þar til á morgun. Sigríður segir að vel hafi gengið að halda kosningunni leynilegri en búið var að útbúa sérstakt tjald sem tekið er með að heimili fólks.

„Við byrjuðum í gær og það gekk rosalega vel.“

Hægt verður að sækja um að kjósa á dvalarstað, sé fólk í einangrun eða sóttkví, þar til klukkan tíu í fyrramálið á morgun, kjördag.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Covid stendur yfir í Skarfa­görðum 8 í 104 Reykja­vík þar sem búið er að setja upp sér­staka að­stöðu sem hægt er að keyra í gegnum til að sýna at­kvæði sitt og kjósa.

Opið verður alla vikuna frá klukkan 15 til 20 og svo á kjör­dag verður opið 10 til 17.