Presturinn sem var handtekinn á staðnum hefur áður verið yfirheyrður vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Lögreglan segist ekki vera komin með það á hreint hvers konar vökvi (e. caustic liquid) var notaður en að biskuparnir kenndu sér meins vegna brunasára eftir árásina. Enginn er í lífshættu.

Forseti Grikklands, Katerina Sakellaropoulou, forsætisráðherra landsins, Kyriakos Mitsotakis og heilbrigðisráðherrann Vassilis Kikilias eru allir búnir að fordæma árásina og hafa samband við aðila sem urðu fyrir árásinni.