Sýni tíu ein­stak­linga sem tekin voru í gær á Austur­landi reyndust já­kvæð. Sýnin voru tekin í gær eftir að grunur kom upp um smit í Grunn­skóla Reyðar­fjarðar. Smit eru stað­fest í skólanum og á leik­skólanum Lyng­holti.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá að­gerðar­stjórn á Austur­landi.

Grunnskóli Reyðarfjarðar var lokað í gær vegna gruns um smit og nú hefur sá grunur verið staðfestur.

Í samráði við smitrakningarteymið hefur verið ákveðið að hafa bæði grunnskólann og leikskólann lokaða í dag á meðan unnið er að frekari smitrakningu.

Aðgerðarstjórn vill hvetja til ítrustu varkárni í ljósi aðstæðna. Ljóst sé að mikill fjöldi smita hefur greinst og því mikilvægt að ná að kortleggja smitin og hefta frekari útbreiðslu.

Einstaklingar sem finna til einkenna eru hvattir til að halda sig heima og bóka sýnatöku á heilsuveru.

Fréttin hefur verið uppfærð.