Tíu milljónir manna hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn á heimsvísu að því er fram kemur á vef Reuters.

Þetta markar tímamót í kórónaveirufaraldrinum. Á sama tíma og fjölmörg lönd slaka á takmörkunum er önnur lítil bylgja faraldurs farin af stað.

Nokkur ný smit hafa greinst á Íslandi síðastliðna daga en það má rekja til opnun landamæra enda hafa flest smit greinst við landamæraskimun, alls 20 jákvæð sýni. Af þeim sem greindust voru fjórir með ný smit og voru því smitandi.

Sex smit hafa greinst innanlands frá 15. júní síðastliðnum, þ.e. við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Fjórðungur allra smita í Bandaríkjunum

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á heim­a­síð­u John Hop­kins há­skól­ans eru flest stað­fest smit í Band­a­ríkj­un­um en þar hafa rúm­leg­a 2,5 milljónir smitast, eða fjórðungur allra smita. Flest dauðs­föll er söm­u­leið­is að finn­a í Band­a­ríkj­un­um en þar hafa hátt í 125 þús­und manns lát­ist.

Á­standið vegna CO­VID-19 far­aldursins fer sömuleiðis sí­fellt versnandi í Brasilíu en þar er hafa 1,3 milljón smit verið staðfest. Smitin gætu þó verið talsvert fleiri en ríkisstjórnin hefur gefið lítið upp um stöðuna.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum og hefur hæstaréttur í Brasilíu úrskurðað að ríkisstjórnin birti upplýsingar um þróun faraldursins í landinu.

Hér fyrir neðan má sjá kort af dreifingu veirunnar.