Hið minnsta tíu eru látnir og á annan tug er saknað eftir að þriggja hæða íbúðarhús í borginni Bhiwandi í Indlandi hrundi í morgun. Fjölmargir viðbragðsaðilar vinna nú að því að bjarga fólki úr rústunum en talið er að um 20 til 25 manns séu enn fastir.

Samkvæmt Indian Express átti slysið sér stað klukkan 3:40 að staðartíma, meðan íbúar voru sofandi. Yfirvöld í Indlandi eru sögð hafa tvívegis beðið íbúa um að yfirgefa bygginguna þar hún væri í slæmu ásigkomulagi. Talið er að um 25 fjölskyldur hafi búið í íbúðarhúsnæðinu.

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, tísti í morgun að björgunaraðgerðir væru í fullum gangi og hugur hans væri hjá þeim látnu og fjölskyldum þeirra.

Óljóst er hvað olli hrun­inu, en ekki er óal­gengt að illa byggð hús­næði á Indlandi hrynji á þess­um árs­tíma vegna mik­illa rign­inga.

Talið er að um 25 fjölskyldur voru í húsinu þegar það hrundi.
Ljósmynd/AFP