Ís­lands­deild Am­ne­sty International stendur að mál­þingi um stöðu kvenna í Mexíkó, þriðju­daginn 30. nóvember í Lög­bergi, Há­skóla Ís­lands, stofu 101, frá kl. 12 til 13. Sér­stakir gestir mál­þingsins eru Wen­dy Andrea Galarza femín­isti og bar­áttu­kona, og Edith Oli­vares Fer­reto, fram­kvæmda­stjóri Am­ne­sty International í Mexíkó. Heim­sóknin er hluti af ár­legri, al­þjóð­legri her­ferð Am­ne­sty International, Þitt nafn bjargar lífi.

Í erindi sínu mun Edith Oli­vares greina frá al­var­legum brotum á rétti kvenna til lífs og líkam­legs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig að­gerða­sinnar og al­þjóða­sam­fé­lagið getur gripið til að­gerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu.

Í til­kynningu frá Am­ne­sty á Ís­landi kemur fram að kyn­bundið of­beldi, manns­hvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta á­byrgð og að á hverjum degi séu að meðal­tali tíu konur myrtar.

Í skýrslu sem Am­ne­sty International í Mexíkó gaf út í septem­ber 2021 og nefnist Justice on Tri­al kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karl­manns fyrir það eitt að vera konur.

Í skýrslunni kemur einnig fram að yfir­völd hafi ekki rann­sakað morðin með full­nægjandi hætti. Hún rann­saki ekki vett­vanginn nægi­lega vel, sönnunar­gögn týnist eð að á­hugi lög­reglunnar sé ekki til staðar.

„Þessir al­var­legu á­gallar koma í veg fyrir að málin rati til dóms­stóla og að hinir seku sæti á­byrgð. Oft þurfa fjöl­skyldur hinna myrtu sjálfar að rann­saka morðin með til­heyrandi á­lagi og kostnaði en þessi á­byrgð fellur oftast í skaut kvenna,“ segir í til­kynningunni frá Am­ne­sty.

Skotin á mótmælum

Á mál­þinginu mun Wen­dy Galarza einnig segja sögu sína og greina frá bar­áttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó.

Wen­dy er bar­áttu­kona fyrir rétt­látara sam­fé­lagi í heima­landi sínu og tapaði næstum lífi sínu á mót­mælum gegn kyn­bundnu of­beldi þann 9. nóvember 2020 í Cancún þegar hópur mót­mælenda hóf að toga niður og brenna viðar­tálma skaut lög­reglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mann­fjöldanum.

Wen­dy áttaði sig síðar á því að hún væri með skot­sár á fót­legg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skot­á­rásinni hafa ekki enn sætt á­byrgð.

Mál hennar er eitt af tíu málum þol­enda mann­réttinda­brota sem eru hluti af her­ferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þol­enda á www.am­ne­sty.is.

Claudia Ashani­e Wil­son héraðs­lög­maður og vara­for­maður Ís­lands­deildar Am­ne­sty International leiðir mál­þingið.

Nánari upp­lýsingar hér að neðan.