Sveitar­fé­lögin á höfuð­borgar­svæðinu utan Reykja­víkur vinna nú að því að kort­leggja stöðu heimilis­lausra í sveitar­fé­lögum sínum. Sveitar­fé­lögin hafa gert með sér sam­komu­lag á um ráðningu verk­efna­stjóra tíma­bundið til þess að kort­leggja stöðuna og mun hann skila til­lögu í upp­hafi ársins 2023 þar sem horft verður til mögu­legs sam­starfs sveitar­fé­laganna á höfuð­borgar­svæðinu í mál­efnum heimilis­lausra.

Að jafnaði eru tíu ein­staklingar á mánuði sem nýta sér gisti­skýlin í Reykja­vík sem eru með lög­heimili í Kópa­vogi en gisti­nætur á hvern ein­stak­ling eru mis­munandi. Vel­ferðar­svið Kópa­vogs­bæjar greiðir gisti­n­átta­gjald til Reykja­víkur sem er rúm­lega 20 þúsund nóttin á ein­stak­ling. Á þessu ári greiddi sem dæmi Kópa­vogs­bær 2,7 milljónir fyrir gisti­nætur í nóvember fyrir gistingu í Konu­koti, gisti­skýlinu Granda­garði og Lindar­götu. Væri það framreiknað á tólf mánuði væru það um 32 milljónir á ári.

For­maður Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga kallaði eftir því í gær að fleiri tækju á­byrgð og nefndi þar sér­stak­lega önnur sveitar­fé­lög og ríki.

„Kópa­vogs­bær er mjög með­vitaður um brýna þörf í mál­efnum heimilis­lausra og nú stendur yfir vinna við kort­lagningu stöðu þeirra,“ segir Sig­ríður Björg Tómas­dóttir upp­lýsinga­full­trúi bæjarins.

Fréttin hefur verið leiðrétt. Kópavogsbær greiddi 2,7 milljónir í nóvember á þessu ári en ekki í fyrra. Leiðrétt klukan 14:37 þann 16.12.2022.