Tíu greindust með COVID-19 innanlands í gær. Átta voru í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

187 manns eru nú í einangrun með sjúkdóminn hér á landi en þeim sem eru með virkt smit fækkar milli daga. 667 eru nú í sóttkví og er það fjölgun um tæplega 50 frá því í gær.

Í fyrradag greindust 21 með COVID-19 innanlands og tveir á landamærum. Þá höfðu ekki fleiri greinst frá því þann 10. nóvember síðastliðinn. 13 af þeim 21 sem greindust innanlands í fyrradag voru í sóttkví.