Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga tekið tíu ökumenn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Í bíl eins þeirra fundust „meint“ fíkniefni í farangursrými bílsins. 

Einn af þessum bílum var óskoðaður auk þess sem öryggisbúnaði bílsins var áfátt, að því er fram kemur í orðsendingu frá embættinu. Skráningarmerki voru tekin af bílnum, en það getur komið fyrir á bestu bæjum.

Lögreglan segir að afskipti hafi verið höfð af fáeinum ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum.