Tíu ára gömul stúlka lést eftir að hún kastaðist úr leiktæki í tívolí í New Jersey í gærkvöldi. Þar fer fram „Deerfield Township Harvest“ hausthátíðin. CNN greinir frá.

Að sögn lögregluyfirvalda kastaðist stúlkan úr nokkurs konar hringekju sem bar nafnið „Extreme“ og þurftu björgunarmenn að sækja hana með þyrlu og flytja hana á sjúkrahús rétt eftir klukkan sex að staðartíma í gær. Hún lést af sárum sínum á Cooper háskólasjúkrahúsinu tæplega klukkustund síðar.

Málið er í rannsókn. Stjórnendur fyrirtækisins Skelly Amusement, sem heldur utan um tívólíið á hátíðinni, hafa lýst því yfir í færslu á Facebook að þeir séu samvinnuþýðir og muni hjálpa lögreglunni með rannsóknina.